28.5.2008 | 09:03
Er Björn hæfur til að svara fyrir hlerunarmálið?
Öllum er ljóst að ef samtöl einstaklinga eru hleruð er verið að verja öryggi borgaranna og þarf rökstuddan grun til að fá slíka heimild oftast er sá grunur gegn eiturlyfjasmygli, hryðjuverkum, mansali og örðum mjög alvarlegum brotum. Hlerun er innrás í einkalíf einstaklinga og á sú athöfn einungis að vera ef um öryggi borgaranna er í húfi.
Í grein Kjartans Ólafssonar í Morgunblaðinu í gær kom fram að símahleranir áttu sér stað á árunum 1949-1968 og beindust helst að þeim sem snérust helst til vinstri í stjórnmálum á þeim tíma sem hleranir áttu sér stað. Þáverandi dómsmálaráðherra Bjarni Benidiktsson sem oftast bað um slíkar heimildir til sakadómara og fékk þær án þess að koma með nokkurn rökstuðning fyrir þeim nema óljóst tal um að hætta geti verið á óspektum eins og segir í grein Kjartans. Dómarar á þessum tímum létu þessa skýringu nægja til að gefa slíka heimild sem sýnir að vald getur þróast á þann veg að valdhafar geta án eftirlits farið inn í einkalíf almennings og misnotað aðstöðu sína til annarlegra athafna.
Ekki er óeðlilegt að þeir sem urðu fyrir slíkir innrás í einkalífið sé brugðið og vilji fá afsökunarbeiðni frá stjórnvöldum. Því er sorglegt að vita að núverandi dómsmálaráðherra geti haft afskipti af málinu og fjallað um það í fjölmiðlum þar sem hann er sonur Bjarna Benidiktssonar sem fór fram á allar helstu símhleranir á sínum tíma.
Hvernig getur sonur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem er núverandi dómsmálaráðherra haft afskipti af máli sem þessu, samkvæmt íslenskri stjórnsýslu ætti Björn að vera algerlega óhæfur í þessu máli hvernig sem málið snýr.
Fjölmiðlar eru algerlega gagnrýnilausir á tengsl núverandi dómsmálaráðherra við fortíðina og föður sinn, manni fallast hendur í gagnrýni fjölmiðla þeir taka öllu sem gefnu núorðið.
Er fjölmiðlavaldið orðið svo háð fjármagi og valdi stjórnmálanna að það getur ekki leyft sér að gagnrýna og fjalla um slík málefni nema einhliða af þeirra hálfu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 01:06
ETA eru ekki samtök fólksins í Baskahéraði
Það er léttir að sjá að lögreglan á Spáni og Frakklandi hafa náð helsa forsprakka ETA samtakanna sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök á Spáni.
Ég var í skiptinámi fyrir áramót með yngri börnin mín á þeim slóðum sem ETA starfar, eða í borginni Pamplona í Baskahéraði. Það var frekar óhuggulegt þegar við fréttum af sprengju í Bilbao sem var í klukkustundar akstursfjarlægð. Á meðan við vorum stödd á Spáni voru stöðugar fréttir af ETA og eltingarleik við félaga innan samtakanna, annað stórt mál var þá í gangi þar sem ETA menn höfðu komist yfir mikið magn af sprengiefni og var lögregla með miklar varúðarráðstafanir sérstaklega á þjóðhátíðardag þeirra Spánverja.
Mér þótti þetta frekar óhuggulegt þar sem ég var þarna ein með börnin og þekkti engan, ég tók einn kennara minna tali um ástandið en hann reyndi að róa mig og sagði þetta vera eðlilegt ástand það væru alltaf reglulegar sprengjur frá ETA. Hann sagði mér að fólk almennt væri ekki hrifið af þessum samtökum og það væru ómagar í Baskahéraði sem stæðu á bak við samtökin. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi róað mig sérstaklega heldur sagði mér að fólk sem býr og hefur alist upp við slíkar aðstæður verður samdauna veruleikanum og sættir sig frekar við hann.
Helsti leiðtogi ETA handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 00:12
Mæðrastyrksnefnd 80 ára
Ég fór í glæsilega veislu hjá Mæðrastyrksnefnd í dag þar sem haldið var upp á 80 ára afmæli hennar. Upphaf nefndarinnar má rekja til þess að styrkja þurfti einstæðar konur þegar ekki var um neinn lífeyri eða styrk frá hinu opinbera að ræða. Fyrstu styrkir voru veittir ekkjum skipverja á Jóni forseta en starfið hélt áfram þar sem stofnkonur nefndarinnar sáu fram á nauðsyn slíkrar aðstoðar. Þær konur sem stóðu að Kvenréttindasambandinu þótti ekki stætt að fjölskyldum yrðir tvístrað ef fyrirvinnan félli frá eins og tíðkaðist á þeim tíma og reyndu eftir megni að styðja við bak þeirra sem áttu um sárt að binda og börðust fyrir því að yfirvöld sýndu málinu skilning.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir er form. nefndarinnar í dag, hún greindi frá hve mikilvægt starfið er og því miður enn nauðsynlegur þáttur í velferðarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu þar sem um 160 fjölskyldur leita aðstoðar í viku hverri.Þær konur sem standa að nefndinni voru heiðraðar með listmun frá listakonunni Koggu og fengu ferfalt húrrahróp sem þær eiga fyllilega skilið fyrir sína fórnfúsu vinnu sem er óeigingjörn og unnin í sjálfboðastarfi. Fram kom í máli þeirra sem fluttu ávörp að það er ekki auðvelt að vera góður og geta unnið slík störf því það er erfitt að horfa upp á eymd samferðamanna sinna, það þarf því sterkt hjartalag í slík störf.
Einnig kom fram að samfélagði hefur jafnvel sparað sér mikla fjármuni með því að hafa slíka starfsemi gangadi en það er þó ljóst að í öllum samfélögum er slík aðstoð nauðsyneg.
Samfélagið á þeim konum sem hafa unnið fyrir Mæðrastyrksnefnd í gegn um tíðina mikið að þakka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 21:57
Er eftirlit nauðsynlegt?
Mikið eftirlit á sér stað í alþjóðasamfélaginu, fólk upplifir það á misjafnan hátt, myndavélar eru á öðruhverju götuhorni, ekki er hægt að ferðast á milli landa nema að vera tekinn og nánast gegnumlýstur og ferðalög eru skráð niður. Skráning kreditkorta sýnir staðsetningu manns og síðast en ekki síst sér ríkið um að skrá allar persónulegar þarfir og upplýsingar.
Í ljósi nýlegra atburða þar sem Fritz fjölskyldan hefur mátt þola og öðrum brotum gegn einstaklingum eins og mansali og þrælkun ýmiskonar, er nauðsynlegt fyrir nútíma samfélag að skoða hvort breyting þurfi að eiga sér staði í eftirliti með borgununum. Er eftirlit nauðsynlegt?
Í gömlu sveitar og þorpasamfélögunum átti eftirlit sér stað meðal fólksins það vissu allir hvað nágranninn eða sveitunginn var að aðhafast og fólk var undir stöðugu eftirliti samborgara sinna. Í stórum nútíma borgarsamfélögunum getur einstaklingurinn lifað svo til óáreittur og án mikilla afskipta ef hann gerir ekki neitt af sér.
Það eru miklar upplýsingar til um alla einstaklinga það eru allir skráðir í gagnagrunn við fæðingu og flestar daglegar venjur eru skráðar niður. Öllum upplýsingum haldið til haga ef einstaklingurinn nýtir sér opinbera þjónustu, bankaþjónustu ásamt ýmsum öðrum skráningum. Þess vegna ætti að vera auðvelt að fylgjast með hvort einstaklingarnir eru að taka þátt í samfélaginu sérstaklega ef um framfærslu er að ræða.
Þá kemur upp önnur spurning, er þess virði að fórna frelsinu sem við höfum til að tryggja að mál eins og Fritz fjölskyldan gekk í gegn um eðal önnur mál sem tengjast frelsi einstaklingsins. Þessari spurningu er erfitt að svara en umræðan er nauðsynleg í ljósi þeirra vandamála sem maðurinn stendur frammi fyrir.
Augljóst er að eftirlit er nauðsynlegt í þeim samfélögum sem maðurinn hefur skapað og gengist undir þá sáttmála sem því fylgja, því ekki er hægt að treysta á siðgæðisvitund mannsins. Nauðsynlegt er að geyma upplýsingar í þar til gerðum gagnagrunnum sem geta gefið upplýsingar um borgaranna svo hægt sé að vernda þá fyrir hættum en samt sem áður er mikilvægt að tryggja að þær upplýsingar verði ekki notaðar í annarlegum tilgangi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 01:49
Ég hafði rangt fyrir mér með vörubílstjóra
Mótmæli vörubílstjóra eru nú í hámarki, sumir þeirra eru í fangelsi og aðrir hafa misst bíla sína í vörslu lögreglu. Vörubílstjórar virðast ekki ætla að gefa upp laupana þrátt fyrir svarsýnisraddir. Ég rædd í síðasta pistli um uppgjöf þeirra. (sjá hér að neðan)
Ég benti á að mótmælin myndu fjara út og setti saman kenningu um að engin afskipti stjórnmálamanna myndu þagga niðri í vörubílstjórum, minni athygli minni afköst mótmælenda sem er saga mótmæla á Íslandi.
Saga mótmæla er ekki löng eða sterk og stjórnmálamenn eru ekki vanir að taka slíkt alvarlega. Kenning, stjórnmálamenn á Íslandi hafa þá reynslu af mótmælendum að ef þeir fá ekki athygli, gefast þeir upp. Sú kenning er sennilega rétt og oftar en ekki fá stjórnmálamenn fjölmiðla í lið með sér sem veldur því að almenningur hrífst ekki með mótmælendum hvort sem málefnið er þeim að skapi eða ekki.
Eins og flestir vita þá hafa vörubílstjórar skipt um barátuaðferðir, nú er meiri harka komin í aðgerðir þeirra.
Hvers vegna eru breyttar áherslur?
Svar.
Vörubílstjórar hafa áttað sig á að stjórnmálamenn (stjórnvöld) munu ekki virða skoðanir þeirra í ljósi sögunnar.
Almenningur finnur fyrir verðhækkunum og styður aðgerðirnar.
Ég tel að þessi deila muni gefa skýr skilaboð til framtíðarinnar um hvert við stefnum í samræðum á milli stjórnmála og almennings, almennings sem vill koma skoðunum sínum á framfæri án þess að verða fórnarlömb nútímalýðræðis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2008 | 13:22
Eru mótmæli bílstjóra að fjara út!
Hvað hefur komið út úr mótmælum vörubílstjóra? Svar, ekki neitt, stjórnmálamenn láta eins og ekkert sé, þó að almenningur hafi staðið að mestu með bílstjórum sem hafa mótmælt friðsamlega og reynt að komast hjá skemmdum eða vandræðum almennt og verið í raun mjög þægir mótmælendur.
Hér á landi er ekki hefð fyrir því að fólk mótmæli stjórnvöldum, þeir sem hafa mótmælt stjórnvöldum hafa verið gerðir að aðhlátursefni eða komið fram við þá líkt og hryðjuverkamenn. Íslendingar eru ekki vanir að fara út og mótmæla ef þeim er misboðið.
Flestir voru orðlausir þegar mótmæli voru við Kárahnjúka, stjórnmálamenn og fjölmiðlar stilltu mótmælendum upp eins og furðufólki sem hefði ekki vit á því sem það var að gera. Mótmælunum var ekki svarað. Þó svo að menn eins og fræðimenn og Ómar Ragnarsson öfluðu miklu efni og sýndu fram á að framkvæmdirnar myndu ganga of nærri náttúrunni. Er ekki eðlilegt að fólk hafi skoðun á slíku?
Nú virðast vörubílstjórar vera að missa móðinn, það er búið að drepa niður mótmæli þeirra með því að hundsa þá og virða ekki skoðanir þeirra. Hugsanlega er þetta klókt af stjórnvöldum að láta sem ekkert sé þó umferðartafir séu um allan bæ og fólk komist ekki leiðar sinnar.
Þetta getur verið hluti af uppeldistefnu nútíma lýðræðis, ekki gefa neitt eftir, því ef við gefum eftir eina karamellu þá mun þjóðin öskra enn hærra og mótmæla oftar og oftar.
Já þetta eru klókar uppeldisaðferðir sem ég notaði á börnin mín í búðum, en ég hef nú ekki náð að vera svona þrjósk, það eiga allir einhverjar stoðir í sínum málstað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 14:57
Komin tími til að brjóta hefðina!
Ég á erfitt með að trúa að "sveitúngar" mínir geti ekki haldið samkvæmi án þess að horfa á konur afklæða sig. Eru það vinir, feður og bræður okkar Mosfellsku kvenna sem vilja virkilega örva sig kynferðislega með því að stunda slíkt.
Þegar ég las þessa frétt datt mér helst í hug fréttin frá Indónesíu um helgina þar sem átti að setja lás á buxur kvenna til að stöðva vændi.
Vonandi sjá karlarnir í hestamannafélaginu að slíkar uppákomur eiga ekki við lengur það er jú hægt að skemmta sér án þess að horfa á "strípidans".
Ég hélt að nektardans væri bannaður í Mosfellsbæ!
Hvað gera yfirvöld við slíkum uppákomum?
Ég skora á þá menn sem hafa þessa löngun, að fá aðstoð til að stöðva þetta og snúa sér að öðum skemmtunum, ég get til dæmis komið og lesið ljóð á næsta herrakvöldi.
Harðir á strippinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2008 | 18:27
Er hægt að læra að vera forsætisráðherra?
Þessari spurningu var reynt að svara á ráðstefnu í Iðnó á föstudag með því leiðarljósi að ræða hvort HHS (hagfræði, heimspeki og stórnmálafræði) námið á Bifröst væri góður grunnur í háskólanámi. Leiðtogahlutverkið var skoðað með tilliti til hvaða menntun og eiginleika góður leiðtogi eigi að hafa.
Ráðstefnan var haldin á vegum Háskólans á Bifröst, frummælendur voru Jón Baldvin Hannibalsson, Þóranna Jónsdóttir og Magnús Árni Magnússon guðfaðir HHS námsins á Íslandi. Erindi þeirra voru mjög ólík og virkilega áhugavert að hlusta á þau.
Jón Baldvin nálgaðist málið frá sjónarhorni stjórnmálamannsins en þó með bakgrunni menntamannsins. Hann gerði ekki lítið úr því að menntun en nauðsynleg, en tók þó fram að hún getur líka haft þær afleiðingar að menn kunna kenningarnar of vel til að þora að stökkva. Einnig er ljóst í því lýðræðiskerfi sem við búum við í dag þarf sá sem ætlar sér að komast áfram í stjórnmálum að fara í gegn um mikla síu í flokkunum, flokkseigendafélögum og helst að hafa heilu íþróttarfélögin á bak við sig.
Þóranna ræddi um fræðilega þáttinn og sýndi fram á að menntun sé nauðsynlegur grunnur til að menn geti orðið góðir stjórnendur með þeim grunni að vera góðir greinendur og framkvæmendur.
Magnús Árni ræddi um eiginleika þess sem þarf að vera góður stjórnandi og vísaði í góðan stjórnanda Sir Ernest Shackleton sem fór á suðurpólinn og dvaldist þar með áhöfn í yfir 400 daga án þess að missa mann. Flestir sem hafa orðið forsætisráðherrar á Íslandi hafa verið með háskólamenntun í lögfræði og allir karlmenn.
Allsérstakt var þegar Magnús Árni fór að rifja upp stofnun Samvinnuskólans og Jónas frá Hriflu, .þá fór hann að ókyrrast og var í einhverjum vanda þar sem hann virtist vera truflaður í erindi sínu af einhverju óútskýrðu en var greinilegt að hann var ekki einn þarna á sviðinu.
Niðurstöður ráðstefnunnar voru þær að flestir geta orðið forsætisráðherrar, en það þarf vissa eiginleika, fyrst er að nefna að nauðsynlegt er að hafa gott innræti, bjartsýni og jákvæðni sem skipta máli einnig er nauðsynlegt er að vera góður í mannlegum samskiptum. Háskólanám gefur fólki þann þroska til að það geti íhugað, þekking hjálpar svo menn geti greint vandamálin, þá er ljóst að námið í HHS mjög góður grunnur með þeirri breidd í þekkingu sem það nám gefur manni. Sá sem verður forsætisráðherra verður örugglega með forskot á aðra ef hann hefur lært hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2008 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 17:03
Er vændi vandi kvenna?
Það er allsérstakt að yfirvöld setji lás á buxur kvenna til að varna því að karlar kaupi þjónustu þeirra og ótrúlegt að lesa slíka frétt á vorum dögum þar sem flestir fræðimenn og þeir sem eru hugsandi verur vita að það eru ekki konur sem eru gerendur í slíkum athöfnum. Það væri eðlilegra að reyna að koma í veg fyrir slíkt með hertu eftirliti með þeim sem vilja kaupa vændiskonur og eru með því að taka þátt í mansali.
Hugsanlega er besta lausnin að setja frekar lás á buxur karlanna ef menn vilja refsa á þennan hátt eða koma í veg fyrir að þeir kaupi vændiskonur.
Lás á buxurnar til að draga úr vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |