Er hægt að læra að vera forsætisráðherra?

Þessari spurningu var reynt að svara á ráðstefnu í Iðnó á föstudag með því leiðarljósi að ræða hvort HHS (hagfræði, heimspeki og stórnmálafræði) námið á Bifröst væri góður grunnur í háskólanámi. Leiðtogahlutverkið var skoðað með tilliti til hvaða menntun og eiginleika góður leiðtogi eigi að hafa. 

Ráðstefnan var haldin á vegum Háskólans á Bifröst, frummælendur voru Jón Baldvin Hannibalsson, Þóranna Jónsdóttir og Magnús Árni Magnússon guðfaðir HHS námsins á Íslandi. Erindi þeirra voru mjög ólík og virkilega áhugavert að hlusta á þau.

Jón Baldvin nálgaðist málið frá sjónarhorni stjórnmálamannsins en þó með bakgrunni menntamannsins. Hann gerði ekki lítið úr því að menntun en nauðsynleg, en tók þó fram að hún getur líka haft þær afleiðingar að menn kunna kenningarnar of vel til að þora að stökkva. Einnig er ljóst í því lýðræðiskerfi sem við búum við í dag þarf sá sem ætlar sér að komast áfram í stjórnmálum  að fara í gegn um mikla síu í flokkunum, flokkseigendafélögum og helst að hafa heilu íþróttarfélögin á bak við sig.  

Þóranna ræddi um fræðilega þáttinn og sýndi fram á að menntun sé nauðsynlegur grunnur til að menn geti orðið góðir stjórnendur með þeim grunni að vera góðir greinendur og framkvæmendur.

Magnús Árni ræddi um eiginleika þess sem þarf að vera góður stjórnandi og vísaði í góðan stjórnanda Sir Ernest Shackleton sem fór á suðurpólinn og dvaldist þar með áhöfn í yfir 400 daga án þess að missa mann. Flestir sem hafa orðið forsætisráðherrar á Íslandi hafa verið með háskólamenntun í lögfræði og allir karlmenn.  

Allsérstakt var þegar Magnús Árni fór að rifja upp stofnun Samvinnuskólans og Jónas frá Hriflu, .þá  fór hann að ókyrrast og var í einhverjum vanda þar sem hann virtist vera truflaður í erindi sínu af einhverju óútskýrðu en var greinilegt að hann var ekki einn þarna á sviðinu. 

Niðurstöður ráðstefnunnar voru þær að flestir geta orðið forsætisráðherrar, en það þarf vissa  eiginleika, fyrst er að nefna að nauðsynlegt er að hafa gott innræti, bjartsýni og jákvæðni sem skipta máli einnig er nauðsynlegt er að vera góður í mannlegum samskiptum. Háskólanám gefur fólki þann þroska til að það geti íhugað, þekking hjálpar svo menn geti greint vandamálin, þá er ljóst að námið í HHS mjög góður grunnur með þeirri breidd í þekkingu sem það nám gefur manni. Sá sem verður forsætisráðherra verður örugglega með forskot á aðra ef hann hefur lært hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband