Mæðrastyrksnefnd 80 ára

Ég fór í glæsilega veislu hjá Mæðrastyrksnefnd í dag þar sem haldið var upp á 80 ára afmæli hennar. Upphaf nefndarinnar má rekja til þess að styrkja þurfti einstæðar konur þegar ekki var um neinn lífeyri eða styrk frá hinu opinbera að ræða. Fyrstu styrkir voru veittir ekkjum skipverja á Jóni forseta en starfið hélt áfram þar sem stofnkonur nefndarinnar sáu fram á nauðsyn slíkrar aðstoðar. Þær konur sem stóðu að Kvenréttindasambandinu þótti ekki stætt að fjölskyldum yrðir tvístrað ef fyrirvinnan félli frá eins og tíðkaðist á þeim tíma og reyndu eftir megni að styðja við bak þeirra sem áttu um sárt að binda og börðust fyrir því að yfirvöld sýndu málinu skilning.

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir er form. nefndarinnar í dag, hún greindi frá hve mikilvægt starfið er og því miður enn nauðsynlegur þáttur í velferðarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu þar sem um 160 fjölskyldur leita aðstoðar í viku hverri.

Þær konur sem standa að nefndinni voru heiðraðar með listmun frá listakonunni Koggu og fengu ferfalt húrrahróp sem þær eiga fyllilega skilið fyrir sína fórnfúsu vinnu sem er óeigingjörn og unnin í sjálfboðastarfi. Fram kom í máli þeirra sem fluttu ávörp að það er ekki auðvelt að vera góður og geta unnið slík störf því það er erfitt að horfa upp á eymd samferðamanna sinna,  það þarf því sterkt hjartalag í slík störf.

Einnig kom fram að samfélagði hefur jafnvel sparað sér mikla fjármuni með því að hafa slíka starfsemi gangadi en það er þó ljóst að í öllum samfélögum er slík aðstoð nauðsyneg. 

Samfélagið á þeim konum sem hafa unnið fyrir Mæðrastyrksnefnd  í gegn um tíðina mikið að þakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband