Er eftirlit nauðsynlegt?

Mikið eftirlit á sér stað í alþjóðasamfélaginu, fólk upplifir það á misjafnan hátt, myndavélar eru á öðruhverju götuhorni, ekki er hægt að ferðast á milli landa nema að vera tekinn og nánast gegnumlýstur og ferðalög eru skráð niður. Skráning kreditkorta sýnir staðsetningu manns og síðast en ekki síst sér ríkið um að skrá allar persónulegar þarfir og upplýsingar. 

Í ljósi nýlegra atburða þar sem Fritz fjölskyldan hefur mátt þola og öðrum brotum gegn einstaklingum eins og mansali og þrælkun ýmiskonar, er nauðsynlegt fyrir nútíma samfélag að skoða hvort breyting þurfi að eiga sér staði í eftirliti með borgununum. Er eftirlit nauðsynlegt?

Í gömlu sveitar og þorpasamfélögunum átti eftirlit sér stað meðal fólksins það vissu allir hvað nágranninn eða sveitunginn var að aðhafast og fólk var undir stöðugu eftirliti samborgara sinna. Í stórum nútíma borgarsamfélögunum getur einstaklingurinn lifað svo til óáreittur og án mikilla afskipta ef hann gerir ekki neitt af sér.

Það eru miklar upplýsingar til um alla einstaklinga það eru allir skráðir í gagnagrunn við fæðingu og flestar daglegar venjur eru skráðar niður. Öllum upplýsingum haldið til haga ef einstaklingurinn nýtir sér opinbera þjónustu, bankaþjónustu ásamt ýmsum öðrum skráningum. Þess vegna ætti að vera auðvelt að fylgjast með hvort einstaklingarnir eru að taka þátt í samfélaginu sérstaklega ef um framfærslu er að ræða. 

Þá kemur upp önnur spurning, er þess virði að fórna frelsinu sem við höfum til að tryggja að mál eins og Fritz fjölskyldan gekk í gegn um eðal önnur mál sem tengjast frelsi einstaklingsins. Þessari spurningu er erfitt að svara en umræðan er nauðsynleg í ljósi þeirra vandamála sem maðurinn stendur frammi fyrir.

Augljóst er að eftirlit er nauðsynlegt í þeim samfélögum sem maðurinn hefur skapað og gengist undir þá sáttmála sem því fylgja, því ekki er hægt að treysta á siðgæðisvitund mannsins. Nauðsynlegt er að geyma upplýsingar í þar til gerðum gagnagrunnum sem geta gefið upplýsingar um borgaranna svo hægt sé að vernda þá fyrir hættum en samt sem áður er mikilvægt að tryggja að þær upplýsingar verði ekki notaðar í annarlegum tilgangi. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband