Færsluflokkur: Menntun og skóli

Vinabæjarmót og James Blunt

Hér í Mosfellsbæ stendur yfir Norrænt vinabæjarmót, um 160 manns taka þátt sem eru frá vinabæjum Mosfellsbæjar,  Uddevalla í Svíþjóð, Skien í Noregi, Thisted í Danmörku og Loimaa í Finnlandi. Ég mætti í morgun til að taka þátt í hópastarfi í menningarmálum, það var mjög gagnlegt fyrst var fyrirlestur Hauks F. Hannessonar um menningu og merkingu orðsins sem félagslegs og sögulegs fyrirbæris. Eftir mat kynntu vinabæir á mismunandi hátt stefnur í menningarmálum heima fyrir, ekki slæmt að fá upplýsingar um hvað er að gerast í menningarmálum erlendis og ýmislegt hægt að læra af þeim. Því miður komst ég ekki á hátíðarkvöldverðinn sem var í kvöld þar sem ég fór á frábæra tónleika með James Blunt.

James Blunt stóð algjörlega undir væntingum, hann er með frekar erfitt raddsvið og gat algjörlega komið því til skila og var í raun kraftmeiri á sviði en á diskunum sínum, ekki var verra að hann er mjög þokkafullur á sviði og tók óvænt hlaup um salinn sem kom áhorfendum á óvart. Ég á einn disk með honum og mun örugglega kaupa hina eftir þessa tónleika.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband