Komin tími til að brjóta hefðina!

Ég á erfitt með að trúa að "sveitúngar" mínir geti ekki haldið samkvæmi án þess að horfa á konur afklæða sig. Eru það vinir, feður og bræður okkar Mosfellsku kvenna sem vilja virkilega örva sig kynferðislega með því að stunda slíkt.

Þegar ég las þessa frétt datt mér helst í hug fréttin frá Indónesíu um helgina þar sem átti að setja lás á buxur kvenna til að stöðva vændi. 

Vonandi sjá karlarnir í hestamannafélaginu að slíkar uppákomur eiga ekki við lengur það er jú  hægt að skemmta sér án þess að horfa á "strípidans". 

Ég hélt að nektardans væri bannaður í Mosfellsbæ!

Hvað gera yfirvöld við slíkum uppákomum? 

Ég skora á þá menn sem hafa þessa löngun, að fá aðstoð til að stöðva þetta og snúa sér að öðum skemmtunum, ég get til dæmis komið og lesið ljóð á næsta herrakvöldi.  


mbl.is Harðir á strippinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

því miður vill enginn heyra þig lesa ljóð ef þér langar til að lesa þetta ber að ofan þá getum við talað saman.

"og slíkar uppákomur eiga ekki við"

sést bara hversu vel þú flokkar skemmtun < sjá að ofan > 

strippdans > ljóðalestur frá bryndísi snobb.

Dói (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:52

2 identicon

Er hún snobbuð af því að hún vill ekki lesa ljóð nakin?

Guðrún (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband