ETA eru ekki samtök fólksins í Baskahéraði

Það er léttir að sjá að lögreglan á Spáni og Frakklandi hafa náð helsa forsprakka ETA samtakanna sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök á Spáni.

Ég var í skiptinámi fyrir áramót með yngri börnin mín á þeim slóðum sem ETA starfar, eða í borginni Pamplona í Baskahéraði. Það var frekar óhuggulegt þegar við fréttum af sprengju í Bilbao sem var í klukkustundar akstursfjarlægð.  Á meðan við vorum stödd á Spáni voru stöðugar fréttir af ETA og eltingarleik við félaga innan samtakanna, annað stórt mál var þá í gangi þar sem ETA menn höfðu komist yfir mikið magn af sprengiefni og var lögregla með miklar varúðarráðstafanir sérstaklega á þjóðhátíðardag þeirra Spánverja.

Mér þótti þetta frekar óhuggulegt þar sem ég var þarna ein með börnin og þekkti engan,  ég tók einn kennara minna tali um ástandið en hann reyndi að  róa mig og sagði þetta vera eðlilegt ástand það væru alltaf reglulegar sprengjur frá ETA. Hann sagði mér að fólk almennt væri ekki hrifið af þessum samtökum og það væru ómagar í Baskahéraði sem stæðu á bak við samtökin. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi róað mig sérstaklega heldur sagði mér að fólk sem býr og hefur alist upp við slíkar aðstæður verður samdauna veruleikanum og sættir sig frekar við hann.  


mbl.is Helsti leiðtogi ETA handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband