Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Skilanefnd, hvað er það?

Ég þurfti að gúgla orð sem var í fréttum í morgun "skilanefnd"  það er semsagt skilanefnd sem er búin að taka yfir stjórn Landsbankans en það er hægt að finna þetta orð í hlutafjárlögum þar sem skilanefnd er skipuð þegar skuldir eru orðnar meiri en eignir og hana nú...Þannig að Landsbankinn er komin í þrot og nú verða allir að fara að sækja peningana sína.

Annars er frekar erfitt að sitja og horfa á stjórnmála og fjármálamenn fjalla um hvernig eigi að redda íslenska efnahagnum því miður hafa Þeir (já það eru ekki margar konur sem fjalla um þessi mál) ekki tekið réttar ákvarðanir síðasta ár þrátt fyrir aðvaranir hinna ýmsu hagfræðinga og annarra sérfræðinga. 

Svo þar sem ég tel mig nú vita eh smá um þessi mál þá tel ég að það sé ekki verið að sinna atvinnulífinu í þessum lífróðri sem við siglum í gegnum. Ríkið þarf einnig að sinna fyrirtækjum í landinu svo hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast og atvinnuleysi verði ekki mikið bankarnir eru því miður ekki einu fyrirtækin sem eru í erfiðleikum.  Einnig er mikilvægt að ríkið snúi sér að framkvæmdum þá þarf að fara í að framkvæma td. vegaframkvæmdir sem má drífa í gang og reisa þau álver sem eru í skoðun eins og Helguvík og Bakka. Nú er bara að vona að Geir og Ingibjörg taki mark á mér eftir að þau hafi lesið þennan pistil og drífi í að koma atvinnulífinu í gang. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband