Er Björn hæfur til að svara fyrir hlerunarmálið?

Öllum er ljóst að ef samtöl einstaklinga eru hleruð er verið að verja öryggi borgaranna og þarf rökstuddan grun til að fá slíka heimild oftast er sá grunur gegn eiturlyfjasmygli, hryðjuverkum, mansali og örðum mjög alvarlegum brotum. Hlerun er innrás í einkalíf einstaklinga og á sú athöfn einungis að vera ef um öryggi borgaranna er í húfi.

Í grein Kjartans Ólafssonar í Morgunblaðinu í gær kom fram að símahleranir áttu sér stað á árunum 1949-1968 og beindust helst að þeim sem snérust helst til vinstri í stjórnmálum á þeim tíma sem hleranir áttu sér stað. Þáverandi dómsmálaráðherra Bjarni Benidiktsson sem oftast bað um slíkar heimildir til sakadómara og fékk þær án þess að koma með nokkurn rökstuðning fyrir þeim nema “óljóst tal um að hætta geti verið á óspektum” eins og segir í grein Kjartans. Dómarar á þessum tímum létu þessa skýringu nægja til að gefa slíka heimild sem sýnir að vald getur þróast á þann veg að valdhafar geta án eftirlits farið inn í einkalíf almennings og misnotað aðstöðu sína til annarlegra athafna.

Ekki er óeðlilegt að þeir sem urðu fyrir slíkir innrás í einkalífið sé brugðið og vilji fá afsökunarbeiðni frá stjórnvöldum. Því er sorglegt að vita að núverandi dómsmálaráðherra geti haft afskipti af málinu og fjallað um það í fjölmiðlum þar sem hann er sonur Bjarna Benidiktssonar sem fór fram á allar helstu símhleranir á sínum tíma.

Hvernig getur sonur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem er núverandi dómsmálaráðherra haft afskipti af máli sem þessu, samkvæmt íslenskri stjórnsýslu ætti Björn að vera algerlega óhæfur í þessu máli hvernig sem málið snýr.  

Fjölmiðlar eru algerlega gagnrýnilausir á tengsl núverandi dómsmálaráðherra við fortíðina og föður sinn, manni fallast hendur í gagnrýni fjölmiðla þeir taka öllu sem gefnu núorðið.

Er fjölmiðlavaldið orðið svo háð fjármagi og valdi stjórnmálanna að það getur ekki leyft sér að gagnrýna og fjalla um slík málefni nema einhliða af þeirra hálfu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband