Færsluflokkur: Lífstíll

19 júní

Nú er hinn bleiki dagur 19 júní senn á enda, margt hefur verið í boði í tilefni dagsins ég fór á Hallveigarstaði þar sem Kvenréttindafélagið bauð konum til mótöku eftir göngu undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur forstöðumanns Kvennasögusafnsins gengið var frá Bríetarbrekkur um kvosina að Hallveigarstöðum þar sem móttakan beið þeirra kvenna sem fóru í gönguna. Nýr formaður Kvenréttindafélagsins hélt erindi ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þær ræddu um stöðu kvenna og ný jafnréttislög. Ritstjóri 19 júní Steingerður Steinarsdóttir hélt skemmtilegt erindi um blaðið og efni þess. 

Ég fór einnig í kvennamessu ásamt elstu dóttur minni við mættum að vísu aðeins of seint þar sem við vorum að koma úr afmæli systursonar míns. Margrét Sverris bauð gesti velkomna, Áslaug Brynjólfsdóttir frá kvenfélagasambandinu las ritningalestur, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra predikaði og var tíðrætt um náttúruna og umgengni manns við hana með tilliti til Guðs sem vil að flóra lífs sé sem fjölbreyttust. Að lokum fór Auður Eir með Guðs orð og hvatti konur til að  vera hugrakkar, sem er gott veganesti frá þessum degi við þurfum hugrekki þeirra kvenna sem á undan eru gengnar til að halda okkar daglegu baráttu, hversu lítil eða mikil baráttan er.


Komin tími til að brjóta hefðina!

Ég á erfitt með að trúa að "sveitúngar" mínir geti ekki haldið samkvæmi án þess að horfa á konur afklæða sig. Eru það vinir, feður og bræður okkar Mosfellsku kvenna sem vilja virkilega örva sig kynferðislega með því að stunda slíkt.

Þegar ég las þessa frétt datt mér helst í hug fréttin frá Indónesíu um helgina þar sem átti að setja lás á buxur kvenna til að stöðva vændi. 

Vonandi sjá karlarnir í hestamannafélaginu að slíkar uppákomur eiga ekki við lengur það er jú  hægt að skemmta sér án þess að horfa á "strípidans". 

Ég hélt að nektardans væri bannaður í Mosfellsbæ!

Hvað gera yfirvöld við slíkum uppákomum? 

Ég skora á þá menn sem hafa þessa löngun, að fá aðstoð til að stöðva þetta og snúa sér að öðum skemmtunum, ég get til dæmis komið og lesið ljóð á næsta herrakvöldi.  


mbl.is Harðir á strippinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband