Eru bara karlmenn í utanríkisþjónustunni

Við lestur þessarar fréttar er eins og einungis karlmenn séu valdir í stöður sem þessar sem er mjög bagalegt, feðraveldið í sinni sterkustu mynd.

Neyðarstjórn kvenna getur hjálpað utanríkisráðuneytinu að finna konur sem eru örugglega hæfari en þessir karlar sem eru taldir upp í fréttinni.


Skólinn minn

Óhuggulegt að vita til þess að ETA er að sprengja við skóla og þar að auki skólann sem ég var í fyrir einu ári síðan, þar sem ég var í skiptinámi við Universidad pública de Navarra, sem er samstarfsskóli við Bifröst. Þetta er einn stærsti skólinn á þessu svæði. Við bjuggum þar í nágreninnu og börnin mín voru í hverfisskóla þar rétt hjá. ETA voru að sprengja í San Sebastian þegar ég var þar og þá fannst mér frekar óhuggulegt að vera þar með börn en kennarar mínir róuðu mig og sögðu að við værum á öruggu svæði enda slösuðust frekar fáiir í sprengingum ETA.

 Ég var einnig upplýst um að þeir sem störfuðu í þessum hryðjuverkasamtökum njóta ekki stuðnings baskanna, þeir sem eru í ETA eru glæpalýður. Aftur á móti eru baskarnir með sinn stjórnmálaflokk og berjast fyrir réttindum sínum á friðsamlegan hátt og vilja ekki kenna sig við ETA.

Því miður virðist vera komin meir harka í þessa starfsemi, en vonandi nást þeir sem standa að þessum samtökum.


mbl.is Nokkrir særðust í sprengingu í Pamplona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilanefnd, hvað er það?

Ég þurfti að gúgla orð sem var í fréttum í morgun "skilanefnd"  það er semsagt skilanefnd sem er búin að taka yfir stjórn Landsbankans en það er hægt að finna þetta orð í hlutafjárlögum þar sem skilanefnd er skipuð þegar skuldir eru orðnar meiri en eignir og hana nú...Þannig að Landsbankinn er komin í þrot og nú verða allir að fara að sækja peningana sína.

Annars er frekar erfitt að sitja og horfa á stjórnmála og fjármálamenn fjalla um hvernig eigi að redda íslenska efnahagnum því miður hafa Þeir (já það eru ekki margar konur sem fjalla um þessi mál) ekki tekið réttar ákvarðanir síðasta ár þrátt fyrir aðvaranir hinna ýmsu hagfræðinga og annarra sérfræðinga. 

Svo þar sem ég tel mig nú vita eh smá um þessi mál þá tel ég að það sé ekki verið að sinna atvinnulífinu í þessum lífróðri sem við siglum í gegnum. Ríkið þarf einnig að sinna fyrirtækjum í landinu svo hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast og atvinnuleysi verði ekki mikið bankarnir eru því miður ekki einu fyrirtækin sem eru í erfiðleikum.  Einnig er mikilvægt að ríkið snúi sér að framkvæmdum þá þarf að fara í að framkvæma td. vegaframkvæmdir sem má drífa í gang og reisa þau álver sem eru í skoðun eins og Helguvík og Bakka. Nú er bara að vona að Geir og Ingibjörg taki mark á mér eftir að þau hafi lesið þennan pistil og drífi í að koma atvinnulífinu í gang. 


Jafnréttisþing í Mosfellsbæ og engin jafréttisviðurkenning.

Í dag var haldið jafnréttisþing í Mosfellsbæ heimabæ mínum þingið var haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur sem var fyrst kvenna oddviti hér á landi. Á þessu ári eru 50 ár frá því að Helga tók við sæti oddvita í Mosfellsveit. Fæðingardagur Helgu er í dag 18 september, Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti að þessi dagur skulu hér eftir vera jafnréttisdagur hér í Mosfellsbæ.

Dagskrá þingsins var mjög skemmtileg og fróðleg, Salóme Þorkelsdóttir fyrrverandi alþingiskona flutti erindi um Helgu ættir hennar og störf, í erindinu kom fram að Helga þurfti sem oddviti að sjá um öll mál hreppsins og fólk þurfti að koma til hennar og greiða reikninga sína. En þegar hún gaf ekki kost á sér aftur þá var ráðinn starfsmaður til þessara starfa hjá hreppnum. Einnig kom fram að Helga hafði gefið sig að jafnréttismálum alla tíð og sat í ýmsum kvenfélögum og var formaður Kvenfélagasambands Íslands. 

Auður Styrkársdóttir forstöðumaður kvennasögusafns Íslands flutti erindi um stöðu kvenna í sveitarstjórnum og kom þar fram að kosningakerfið á Íslandi er ekki sértaklega kvenvænt því konur eru síður en karlar tilbúnar til að taka þátt í prófkjörum og hafa síður aðgang að fjármagni eins og karlarnir.

Dagný Kristjánsdóttir prófessor flutti erindi um konur í verkum Halldórs Laxness þar sem kom fram að Halldór hafði ótrúlegt innsæi í heim kvenna og umræður spunnust um kynbundið ofbeldi í verkum hans. Konur í verkum Halldórs eru sterkar persónur sem oft gjalda fyrir óréttlæti samtíma síns en bera sig oft vel eru töff og kúl, en þær bera þá byrgði sem lögð er á þær. Hann hefur sérstaka næmni fyrir heimi kvenna það kom fram að hann er í raun sálarfræðlega þenkjandi að þessu leiti. 

Athygli vakti að í auglýstri dagskrá átti að vera afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar en formaður fjölskyldunefndar tilkynnt að ekkert yrði af þeirri athöfn þar sem enginn hafði sent inn ábendingu um hver ætti að fá viðurkenningu þetta árið. 

 


Menningarveislur, handbolti og ég bý í rauðahverfinu

Menningarveislurnar eru endalausar þessa dagana, menningarnótt var frábær ég náði að klára 10 km. hlaupið og fara á hina ýmsu menningarviðburði. Dóttir mín var með viðburð sem fjallað er um í færslunni hér á undan og gekk það framar öllum vonum og stóðu þær sig virkilega vel. 

Í gær fór ég í bæinn með son minn, (sem æfir handbolta)  og vin hans til að taka á móti handboltaliðinu okkar sem var sérstök upplifun Ég áttaði mig ekki alveg á athöfninni það var fullt af fólki þarna sem var kallað upp á svið gamlir afreksmenn og aðrir sem hafa ekki gert nein afrek mér leið hálf kjánalega um tíma. Loksins þegar drengirnir okkar mættu á svið var maður orðin langþreyttur á að bíða, en þá var nú ekki mikið um gjafir ekki einu sinni blóm frekar púkalegt fannst eins og stjórnmálamenn væru að búa til athöfn til að hilla sjálfa sig standa þarna á sviðinu til að fá sviðsljós sem var ætlað öðrum...  já svo tók nú ekki betra við að þegar athöfninni lauk þá byrjaði eh þungarokkhljómsveit að spila þannig að maður varð að hlaupa í burtu.

Það jákvæða í þessum skrifum mínum er að bæjarhátíð verður hér í Mosfellsbæ um helgina og ég hlakka mikið til það á að vera mikið um dýrðir öll hverfi fá sinn lit ég er í rauða hverfinu en við erum með allt klárt ætlum að skreyta á morgun þegar lægðin er farin yfir landið. Vonandi verður  hátíðin  vel heppnuð og bæjarbúar mæti vel á viðburðina en  það er hægt að skoða viðburði og dagskrá á  mos.is


DJ Hamingja

Næstkomandi fimmtudag mun Hreyfiþróunarsamsteypan frumsýna nýtt Dansverk með tónlist eftir Benjamín Dousselaere. Þær nýta dansformið og spyrja í leiðinni heimspekilegra spurninga sem þær velta yfir á áhorfandann, eins og hvort einmanaleikinn sé með manninum þó hann sé í margmenni eða partíi eins og sögusviðið er. Einnig spyrja þær um sjálfstæði einstaklingsins, er hann sjálfstæður á meðan hann vill vera í sambandi með örðum og hvar er jafnvægið þar. 

Danshópurinn hefur unnið að verkinu í allt sumar bæði hér á Íslandi og í Frakklandi þar sem þær fengu Belgískan tónlistarmann til samstarfs við hópinn.  Þetta er mjög athyglisverður danshópur sem hefur starfað lengi saman þrátt fyrir ungan aldur dansaranna. Þau leigðu studio í frönskum kastala og sömdu verkið þar og hafa núna verið að leggja síðustu hönd á það. 

Þú verður ekki svikin af því að sjá þessa sýningu því Hreyfiþróunarsamsteypan er þekkt fyrir að koma á óvart.

Verkið verður sýnt á fimmtudag kl. 18.00 föstudag kl. 20.00 og laugardag (menningarnótt) kl.17.00 í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13.  


19 júní

Nú er hinn bleiki dagur 19 júní senn á enda, margt hefur verið í boði í tilefni dagsins ég fór á Hallveigarstaði þar sem Kvenréttindafélagið bauð konum til mótöku eftir göngu undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur forstöðumanns Kvennasögusafnsins gengið var frá Bríetarbrekkur um kvosina að Hallveigarstöðum þar sem móttakan beið þeirra kvenna sem fóru í gönguna. Nýr formaður Kvenréttindafélagsins hélt erindi ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þær ræddu um stöðu kvenna og ný jafnréttislög. Ritstjóri 19 júní Steingerður Steinarsdóttir hélt skemmtilegt erindi um blaðið og efni þess. 

Ég fór einnig í kvennamessu ásamt elstu dóttur minni við mættum að vísu aðeins of seint þar sem við vorum að koma úr afmæli systursonar míns. Margrét Sverris bauð gesti velkomna, Áslaug Brynjólfsdóttir frá kvenfélagasambandinu las ritningalestur, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra predikaði og var tíðrætt um náttúruna og umgengni manns við hana með tilliti til Guðs sem vil að flóra lífs sé sem fjölbreyttust. Að lokum fór Auður Eir með Guðs orð og hvatti konur til að  vera hugrakkar, sem er gott veganesti frá þessum degi við þurfum hugrekki þeirra kvenna sem á undan eru gengnar til að halda okkar daglegu baráttu, hversu lítil eða mikil baráttan er.


Vinabæjarmót og James Blunt

Hér í Mosfellsbæ stendur yfir Norrænt vinabæjarmót, um 160 manns taka þátt sem eru frá vinabæjum Mosfellsbæjar,  Uddevalla í Svíþjóð, Skien í Noregi, Thisted í Danmörku og Loimaa í Finnlandi. Ég mætti í morgun til að taka þátt í hópastarfi í menningarmálum, það var mjög gagnlegt fyrst var fyrirlestur Hauks F. Hannessonar um menningu og merkingu orðsins sem félagslegs og sögulegs fyrirbæris. Eftir mat kynntu vinabæir á mismunandi hátt stefnur í menningarmálum heima fyrir, ekki slæmt að fá upplýsingar um hvað er að gerast í menningarmálum erlendis og ýmislegt hægt að læra af þeim. Því miður komst ég ekki á hátíðarkvöldverðinn sem var í kvöld þar sem ég fór á frábæra tónleika með James Blunt.

James Blunt stóð algjörlega undir væntingum, hann er með frekar erfitt raddsvið og gat algjörlega komið því til skila og var í raun kraftmeiri á sviði en á diskunum sínum, ekki var verra að hann er mjög þokkafullur á sviði og tók óvænt hlaup um salinn sem kom áhorfendum á óvart. Ég á einn disk með honum og mun örugglega kaupa hina eftir þessa tónleika.


Dauðasyndirnar, syndsamlega góðar.

Ég fór í leikhús í kvöld og sá Dauðasyndirnar sem er eftir leikhópinn og frjálslega byggt á Hinum guðdómlega gleðileik, eftir Dante Alighieri. Það er vel hægt að mæla með þessari sýningu hún er eitt af því besta sem ég hef séð í leikhúsi, tek það fram að ég er þokkalega dugleg að fara í leikhús. Fjórir trúðar leika nokkra karaktera sem eru að skoða syndir Dante og fara í gegn um helvíti, skoða syndir mannsins og mannlegan veikleika. 

Þessi sýning er mjög skemmtileg fólk á erfitt með að halda aftur af sér því trúðarnir koma oft úr karakter og eru jafn einlægir og börn spyrja áhorfendur ýmissa nærgöngulla spurninga eða að þeir rugli texta og þurf að ræða það aðeins. 

Broddurinn í sýningunni er að áhorfandinn ( ef hann er meðvitaður ) tekur þátt í að skoða syndir sýnar eða veikleika sinn, á meðan Dante fer í gegn um þær einnig. Í lok sýningarinnar er maður búin að endurskoða líf sitt með leikurum og fer út í mannlífið aftur með svo til hreina samvisku og hláturtaugarnar vel strekktar. 

Ég mæli með þessari sýningu og spái því að hún eigi eftir að lifa lengi.  


Björn er algerlega óhæfur til að fjalla um málið

Eins og ég bloggaði um í morgun getur ekki talist eðlilegt að Björn geti fjallað um þetta mál, hann á að víkja í þessari umræðu þar sem hann er of tengdur föður sínum. Sjá bloggið hér að neðan.
mbl.is Dómur sögunnar á einn veg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband