30.10.2008 | 15:12
Skólinn minn
Óhuggulegt að vita til þess að ETA er að sprengja við skóla og þar að auki skólann sem ég var í fyrir einu ári síðan, þar sem ég var í skiptinámi við Universidad pública de Navarra, sem er samstarfsskóli við Bifröst. Þetta er einn stærsti skólinn á þessu svæði. Við bjuggum þar í nágreninnu og börnin mín voru í hverfisskóla þar rétt hjá. ETA voru að sprengja í San Sebastian þegar ég var þar og þá fannst mér frekar óhuggulegt að vera þar með börn en kennarar mínir róuðu mig og sögðu að við værum á öruggu svæði enda slösuðust frekar fáiir í sprengingum ETA.
Ég var einnig upplýst um að þeir sem störfuðu í þessum hryðjuverkasamtökum njóta ekki stuðnings baskanna, þeir sem eru í ETA eru glæpalýður. Aftur á móti eru baskarnir með sinn stjórnmálaflokk og berjast fyrir réttindum sínum á friðsamlegan hátt og vilja ekki kenna sig við ETA.
Því miður virðist vera komin meir harka í þessa starfsemi, en vonandi nást þeir sem standa að þessum samtökum.
Nokkrir særðust í sprengingu í Pamplona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.