Jafnréttisþing í Mosfellsbæ og engin jafréttisviðurkenning.

Í dag var haldið jafnréttisþing í Mosfellsbæ heimabæ mínum þingið var haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur sem var fyrst kvenna oddviti hér á landi. Á þessu ári eru 50 ár frá því að Helga tók við sæti oddvita í Mosfellsveit. Fæðingardagur Helgu er í dag 18 september, Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti að þessi dagur skulu hér eftir vera jafnréttisdagur hér í Mosfellsbæ.

Dagskrá þingsins var mjög skemmtileg og fróðleg, Salóme Þorkelsdóttir fyrrverandi alþingiskona flutti erindi um Helgu ættir hennar og störf, í erindinu kom fram að Helga þurfti sem oddviti að sjá um öll mál hreppsins og fólk þurfti að koma til hennar og greiða reikninga sína. En þegar hún gaf ekki kost á sér aftur þá var ráðinn starfsmaður til þessara starfa hjá hreppnum. Einnig kom fram að Helga hafði gefið sig að jafnréttismálum alla tíð og sat í ýmsum kvenfélögum og var formaður Kvenfélagasambands Íslands. 

Auður Styrkársdóttir forstöðumaður kvennasögusafns Íslands flutti erindi um stöðu kvenna í sveitarstjórnum og kom þar fram að kosningakerfið á Íslandi er ekki sértaklega kvenvænt því konur eru síður en karlar tilbúnar til að taka þátt í prófkjörum og hafa síður aðgang að fjármagni eins og karlarnir.

Dagný Kristjánsdóttir prófessor flutti erindi um konur í verkum Halldórs Laxness þar sem kom fram að Halldór hafði ótrúlegt innsæi í heim kvenna og umræður spunnust um kynbundið ofbeldi í verkum hans. Konur í verkum Halldórs eru sterkar persónur sem oft gjalda fyrir óréttlæti samtíma síns en bera sig oft vel eru töff og kúl, en þær bera þá byrgði sem lögð er á þær. Hann hefur sérstaka næmni fyrir heimi kvenna það kom fram að hann er í raun sálarfræðlega þenkjandi að þessu leiti. 

Athygli vakti að í auglýstri dagskrá átti að vera afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar en formaður fjölskyldunefndar tilkynnt að ekkert yrði af þeirri athöfn þar sem enginn hafði sent inn ábendingu um hver ætti að fá viðurkenningu þetta árið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband