19.8.2008 | 21:01
DJ Hamingja
Næstkomandi fimmtudag mun Hreyfiþróunarsamsteypan frumsýna nýtt Dansverk með tónlist eftir Benjamín Dousselaere. Þær nýta dansformið og spyrja í leiðinni heimspekilegra spurninga sem þær velta yfir á áhorfandann, eins og hvort einmanaleikinn sé með manninum þó hann sé í margmenni eða partíi eins og sögusviðið er. Einnig spyrja þær um sjálfstæði einstaklingsins, er hann sjálfstæður á meðan hann vill vera í sambandi með örðum og hvar er jafnvægið þar.
Danshópurinn hefur unnið að verkinu í allt sumar bæði hér á Íslandi og í Frakklandi þar sem þær fengu Belgískan tónlistarmann til samstarfs við hópinn. Þetta er mjög athyglisverður danshópur sem hefur starfað lengi saman þrátt fyrir ungan aldur dansaranna. Þau leigðu studio í frönskum kastala og sömdu verkið þar og hafa núna verið að leggja síðustu hönd á það.
Þú verður ekki svikin af því að sjá þessa sýningu því Hreyfiþróunarsamsteypan er þekkt fyrir að koma á óvart.
Verkið verður sýnt á fimmtudag kl. 18.00 föstudag kl. 20.00 og laugardag (menningarnótt) kl.17.00 í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.