Dauðasyndirnar, syndsamlega góðar.

Ég fór í leikhús í kvöld og sá Dauðasyndirnar sem er eftir leikhópinn og frjálslega byggt á Hinum guðdómlega gleðileik, eftir Dante Alighieri. Það er vel hægt að mæla með þessari sýningu hún er eitt af því besta sem ég hef séð í leikhúsi, tek það fram að ég er þokkalega dugleg að fara í leikhús. Fjórir trúðar leika nokkra karaktera sem eru að skoða syndir Dante og fara í gegn um helvíti, skoða syndir mannsins og mannlegan veikleika. 

Þessi sýning er mjög skemmtileg fólk á erfitt með að halda aftur af sér því trúðarnir koma oft úr karakter og eru jafn einlægir og börn spyrja áhorfendur ýmissa nærgöngulla spurninga eða að þeir rugli texta og þurf að ræða það aðeins. 

Broddurinn í sýningunni er að áhorfandinn ( ef hann er meðvitaður ) tekur þátt í að skoða syndir sýnar eða veikleika sinn, á meðan Dante fer í gegn um þær einnig. Í lok sýningarinnar er maður búin að endurskoða líf sitt með leikurum og fer út í mannlífið aftur með svo til hreina samvisku og hláturtaugarnar vel strekktar. 

Ég mæli með þessari sýningu og spái því að hún eigi eftir að lifa lengi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband